Fyrir Vínsafnarann
Við í Víndeildinni höfum fengið nokkrar tegundir af árgangi 2020 frá Bordeaux í Frakklandi.
Allt eru þetta vín á hagstæðu verði sem þarf að geyma í nokkur ár.
2020 árgangurinn er sagður hinn nýji 2010 Árgangur sem var afar sólríkur en einkennist þó af ótrúlegum ferskleika, 2010 var árgangur sem býr yfir öllum þeim eiginleikum sem hægt er að búast við í frábæru Bordeaux víni.
Þroskuðum ávöxtum, jafnvægi, ferskleika, dýpt og margbreytileika.
Mikilvægar breytingar í "tannínstjórnun" hafa verið gerðar í framleiðsluferlinu undanfarin 10 ár. Ný tækni og aðferðarfræði í og á eftir gerjunarferlinu gerir það að verkum að tannín nútímans eru miklu fíngerðari, og mýkri en áður, þar af leiðir tærari og fágaðri vín.
2020 árgangurinn nýtur einnig góðs af reynslunni sem víngerðarmenn fengu á óvenju heitu árunum 2018 og 2019.