Pascal Clair Pineau des Charentes Rouge
Petite Fine Champagne Cognac, France
Pineau des Charentes er framleitt með því að blanda eins árs gömlu eða eldra Koníaki (eau de vie), 60% sterku saman við fersk pressaðan vínberjasafa. Þegar blöndunin fer fram þarf sikurmagnið í víninu að vera yfir 170 gr. pr. líter og koníakið þarf að vera yfir 60% að styrkleika og hafa verið geymt á tunnu. Allt Pineau des Charentes er látið þroskast heima í víngerðinni. Hvítur Pineau - það algengasta þarf að vera að lágmarki 18 mánuði í víngerðinni og þar af 12 mánuði í eikartunnum. Rauður og Rósa Pineaux Þurfa hins vegar aðeins að vera 8 mánuði í eikartunnum og mega yfirgefa vínhúsið eftir 12 mánuði. Til að Pineau des Charentes megi bera áletrunina "vieux" gamalt þarf blandan að hafa verið í það minnsta fimm ár eða meira í eikartunnum og það elsta með áletrunina "tres vieux" mjög gamalt þarf að vera að lágmarki 10 ár í eikartunnu.
Múrsteinsrautt .
Ilmur af Sólberjum, Hindberjum og kirsuberjasteinum.
Gott jafnvæg milli ávaxtaeinkenna úr Merlot og Cabernet Sauvignon ásamt eikareinkenna úr koníakinu.
Merlot, Cabernet Sauvignon
12 mánuðir þar af lágmark 8 mánuði á eikartunnum.