Murua Reserva
Bodegas Murua, Elciego, Alavesa, Rioja, Spain

Bjartur og tær, rúbín rauður litur.

Sætur ilmur af kryddi og þroskuðum rauðum ávöxtum, kakó, sætu balsamik, vanillu, lakkrís, og karamellu.

Í munni er vínið fínlegt, mjúkt, langt og heitt. Fyrirferðarmikið eftirbragð af þurrkuðum ávöxtum. Ljúft Rioja vín.

90% Tempranillo, 10% Mazuelo.

24 mánuðir á notaðri franskri og amerískri eik.

