N.P.U Bruno Paillard 2009
Bruno Paillard, champagne, Reims, France
Allt sem þarf að segja er í nafni þessa Cuvee de Prestige frá Bruno Paillard House: N.P.U. fyrir „Nec Plus Ultra“ (það besta). Þetta cuvée var í raun skapað með það í huga að framleiða besta kampavín sem mögulegt er. Þessi krafa er viðhöfð á öllum stigum framleiðslu þess, og aðeins bestu árin eru valin.
fínleg freyðing
Í nefi keimur af rauðum berjum, engifer og jafnvel kakói.
Í munni er ávaxtabragðið ferskt og öflugt. Einkenni öldrunar kemur einstaklega vel fram, sem gerir kleift að kanna betur dýpt vínsins. Ilmana sem nefið skynjaði endurómar í löngu eftirbragði.

50% Chardonnay, 50% Pinot Noir
N.P.U. 2009 kampavínið er 100% Grands Crus (Oger, Le Mesnil-sur-Oger, Chouilly, Cramant, Verzenay, Mailly-Champagne og Bouzy), gert í jöfnum hlutum úr Chardonnay og Pinot Noir. Aðeins fyrsta pressun er notuð. Annað sérkenni er að gerjunin fer fram í litlum gömlum eikartunnum til að fá fram meiri bragð einkenni. Önnur gerjunin fer fram í flöskunni, með langri geymslu í kjallara eða í 12 ár, sem er nokkuð einstakt! Grugglosun (disgorgement) fór fram í nóvember 2022, fylgt eftir með 16 mánaða hvíld. Sykur er í lágmarki eða (4,5 g/l), líkt og í öllum vínum frá húsinu.
Hver flaska er númeruð og ber dagsetningu grugglosnunar (disgorgement) á bakmiðanum.