Bruno Paillard Blanc de Blancs Grand Cru
Bruno Paillard, champagne, Reims, France

Mjög skýr og bjartur litur með grænni slikju. Mjög fínleg freyðing, mun fínlegri en í hinum Bruno kampavínunum vegna hægari flöskugerjunar.

Fyrsti ilmur eru sítrus - lime og greipaldin - síðan hvít blóm (geitatoppur). Þegar Blanc de Blancs opnast í glasinu má finna ilm sem minnir á möndlur og ristað brauð.

Líflegt, margslungið, blanda af sítrus og hvítum blómum. Freyðing er einstaklega fínleg. Silkimjúkt, ferskt og rjómakennt langt eftirbragð.

100 % Chardonnay

4 ár með hýðinu og 10 mánuði á flöskunni eftir "disgorgement" Þegar seinni gerjun er lokið og endanlegur tappi er settur í.

Getur geymst en er tilbúið.