Pietradolce
Pietradolce víngerðin er staðsett í Solicchiata litlu þorpi stutt frá Catiglione di Sicilia í norðurhlíðum eldfjallsins Etnu. Pietradolce er stofnað árið 2005 og stærsti hluti víngarða eða um 20 Ha.í norðurhlíðum fjallsins og skiptast þeir á milli svæðanna, Contrade Rampante, Zottorinoto og Santo Spirito, sem liggja í á milli 700 - 950 metra hæð yfir sjávarmáli. Auk þessara garða á fyrirtækið einnig 2 Ha. Í austurhlíðum Etnu í 850 metra hæð, Contrada Caselle. Pietradolce vinnur eingöngu með upprunalegar þrúgutegundir Nerello Mascalese, Nerello Cappuccio og Carricante og er vínviðurinn á milli 90 til 130 ára gamall og eru að mestu fyrir “phylloxera”